Helstu verkefni
Þúhjálpar viðskiptavinum okkar með uppsetningu á gagnaumhverfum og býrð til greiningar sem ýta undir gagnadrifnar ákvarðanir. Þú nýtur þess að vinna í teymi og mynda tengsl bæði innanhúss sem og við viðskiptavini.
Dæmi um hvað þú fæst við og berð ábyrgð á:
Þú tekur þátt í að greina þarfir viðskiptavina og móta gagnalausnir.
Uppsetning og þróun gagnaumhverfa þar á meðal gagnavöruhús (data warehouse) og gagnavatnahús (data lakehouse).
Vinnur með viðskiptagreindartól (t.d. Power BI Tableau Looker) til að búa til greiningar og framsetja gögn á skýran og áhrifaríkan hátt.
Þú tekur þátt í hönnun gagnalíkana og greiningu gagna til að styðja við ákvarðanatöku.
Þú vinnur í teymi og myndar tengsl bæði innan Deloitte og við viðskiptavini.
Þú styður við innri þróun þekkingardeilingu og nýsköpun innan teymisins.
Þú tekur þátt í innleiðingu og aðlögun nýrra lausna og tækni sem geta aukið virði fyrir viðskiptavini.
Þú fylgist með nýjustu straumum og þróun í gervigreind (AI) og gagnatækni og miðlar þekkingu til viðskiptavina og samstarfsfólks.
Um teymið
Teymið vinnur þvert á svið innan Deloitte á Íslandi og Deloitte á Norðurlöndunum. Bakgrunnur okkar er fjölbreyttur. Við erum hluti af Tækniráðgjöf Deloitte (Technology & Transformation). Á sviðinu starfar úrvals lið sérfræðinga sem leggja sig fram í þjónustu við viðskiptavini.
Qualifications :
Bakgrunnur reynsla og færni
Háskólamenntun á sviði raunvísinda stærðfræði verkfræði tölfræði tölvunarfræði hugbúnaðarþróunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Þekking og reynsla af gagnavöruhúsum (data warehouse) og/eða gagnavatnahúsum (data lakehouse).
Reynsla af gagnagreiningu hönnun gagnalíkana og framsetningu gagna.
Reynsla af viðskiptagreindartólum eins og Power BI Tableau eða Looker.
Kunnátta eða reynsla af lausnum eins og Microsoft Fabric Databricks Snowflake Azure Synapse eða Azure Data Factory er kostur.
Færni í SQL Python eða sambærilegum gagnaforritunartungumálum er kostur.
Áhugi á gervigreind (AI) og vilji til að læra um og hagnýta nýjustu lausnir á þessu sviði til að skapa virði fyrir viðskiptavini.
Hæfni í mannlegum samskiptum auðvelt með að byggja traust sambönd og að vinna í teymi.
Additional Information :
Starfsþróun þín
Við upphaf starfs færðu leiðbeinanda sem kemur þér inn í starfið (Buddy-kerfi)
Þú færð þjálfun og stuðning frá reyndum sérfræðingum í teyminu þínu
Þú verður með reyndan Coach sem aðstoðar þig við að þróa þig áfram í starfi
Þú lærir mikiðaf þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú tekur að þér hjá viðskiptavinum í ólíkum geirum
Við styðjum við vöxt þinn með símenntunartækifærum
Að auki bjóðum við upp á:
Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat
Veglegan líkamsræktarstyrk virkt starfsmannafélag og gott félagslíf
Styrki til foreldra
Fyrirmyndar aðbúnað starfsfólks í nýjum höfuðstöðvum á Dalvegi
Launaður dagur til að sinna sjálfboðaverkefnum
Fjölbreytt áhugamál samstarfsfélaga þvert á félagið t.d. hlaupahópur fótbolti í hádeginu og leikjaherbergi
Við hlökkum til að fá umsóknina þína
Við hlökkum til að fá umsóknina þína. Nánari upplýsingar um starfið veitir Olgeir Óskarsson Manager (). Tekið er á móti umsóknumtil og með 26. janúar 2026.
Hjá Deloitte metum við mismunandi hæfileika sjónarmið og reynslu þar sem það gerir okkur kleift að leysa flókin verkefni fyrir viðskiptavini okkar á árangursríkan hátt. Við hvetjum þig til að sækja um stöðuna ef þú telur að hæfileikar þínir geti stuðlað að árangri liðsins okkar.
Vilt þú hafa áhrif Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman sem ein heild vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið starfsstöðvar og lönd auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi.
Remote Work :
No
Employment Type :
Full-time
Do you want to be at the forefront of technology strategy and transformations at some of Denmarks largest and most exciting companies? If yes, then we are the team for you! With more than 3,000 employees, Deloitte is the largest audit and consultancy firm in Denmark. We tailor solut ... View more